Fara á efnissvæði
04. janúar 2019

Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnu og málstofu um íþróttir og ofbeldi.

Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Vinnustofur um sama málefni verða daginn eftir, fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Miðasala hefst á næstu dögum á tix.is

Margir áhugaverðir innlendir og erlendir fyrirlesarar verða með erindi. Þar á meðal eru Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem setur ráðstefnuna, Margrét Guðmundsdóttir, Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, dr. Sandra Kirby, Salvör Nordal og margir fleiri.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rig.is/radstefna og á Facebook-síðu ráðstefnunnar.

DAGSKRÁIN er svona

Miðvikudaginn 30. janúar, ráðstefna. 
Dagskráin hefst kl. 10:30 og stendur ráðstefnan til 17:30.

Setning - Lilja D. Alfreðsdóttir

 

Ráðstefnustýra: Anna Steinsen, BA í tómstunda- og félagsmálafræði.
Umsjón pallborðsumræðu: Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona.

 

Fimmtudaginn 31. janúar
vinnustofur kl. 10:00 – 12:00.

Vinnustofa 1: Ábyrgð íþróttahreyfingarinnar – greining og viðbrögð 
Ætluð fyrir starfsfólk og stjórnir íþróttafélaga, sérsambanda og íþróttahéraða.

Vinnustofa 2: Samvinna að öruggara umhverfi. 
Ætluð fyrir lögreglu, barnavernd og sveitarfélög.

Vinnustofa 3: Meiri þekking – öflugri forvarnir. 
Ætluð fyrir háskólasamfélagið og rannsakendur.

 

Hverjir eru fyrirlesararnir?

VERÐ

Ráðstefna, kr. 2.900
Vinnustofa, kr. 2.500

Ráðstefna og vinnustofa, kr. 5.000

 

Miðasala fer fram á tix.is