Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?
Í tengslum við Reykjavik International Games 2019 standa Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnu og málstofu um íþróttir og ofbeldi.
Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Vinnustofur um sama málefni verða daginn eftir, fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Miðasala hefst á næstu dögum á tix.is.
Margir áhugaverðir innlendir og erlendir fyrirlesarar verða með erindi. Þar á meðal eru Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem setur ráðstefnuna, Margrét Guðmundsdóttir, Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, dr. Sandra Kirby, Salvör Nordal og margir fleiri.
Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.rig.is/radstefna og á Facebook-síðu ráðstefnunnar.
DAGSKRÁIN er svona
Miðvikudaginn 30. janúar, ráðstefna.
Dagskráin hefst kl. 10:30 og stendur ráðstefnan til 17:30.
Setning - Lilja D. Alfreðsdóttir
- #metoo íþróttakvenna – Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir
- Gender-based Violence in Sport: what are the key issues? – Dr. Sandra Kirby
- Jákvæð áhrif íþrótta – Rannsóknir og greining -Margrét Lilja Guðmundsdóttir
- #metoo og börnin – Dr. Salvör Nordal
- #metoo og hinn lagalegi veruleiki – Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
- The long term effects of child sexual abuse – Colin Harris
- Klefamenning – Arnar Sveinn Geirsson
- Voices for Truth and Dignity in European Sport: The Voice Project and it's legacy - Mike Hartill
- A dream destroyed and lives shattered – Karen Leach
- How to prevent and how to react to sexual harassment and abuse in sport. Experiences from Norway - Håvard Ovegård
- Aðgerðir og framtíðarsýn – Valgerður Þórunn Bjarnadóttir
Ráðstefnustýra: Anna Steinsen, BA í tómstunda- og félagsmálafræði.
Umsjón pallborðsumræðu: Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona.
Fimmtudaginn 31. janúar
vinnustofur kl. 10:00 – 12:00.
Vinnustofa 1: Ábyrgð íþróttahreyfingarinnar – greining og viðbrögð
Ætluð fyrir starfsfólk og stjórnir íþróttafélaga, sérsambanda og íþróttahéraða.
Vinnustofa 2: Samvinna að öruggara umhverfi.
Ætluð fyrir lögreglu, barnavernd og sveitarfélög.
Vinnustofa 3: Meiri þekking – öflugri forvarnir.
Ætluð fyrir háskólasamfélagið og rannsakendur.
Hverjir eru fyrirlesararnir?
- Lilja D. Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra
- Hafdís I. Helgudóttir Hinriksdóttir, félagsráðgjafi MA og meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu. Hún hefur sérhæft sig í áfallafræðum, ofbeldi innan íþrótta og starfar við áfallameðferð.
- Sandra Kirby- Prófesor Emerita í Háskólanum í Winnipeg, Kanada. Phd. í Sálfræði. Fyrrverandi Ólympíufari fyrir Kanada í róðri. Stofnandi WomenSport International Task Force on Sexual Harrasment and Abuse. Fyrrverandi meðlimur í aðgerðarhóp UNICEF sem rannsakaði og veitti ráðgjöf til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum í íþróttum. Er í ráðgjafanefnd fyrir Out in the Fields, rannsókn á fordómum gagnvart hinsegin fólki í heimi íþróttanna.
- Mike Hartill- Reader frá Háskólanum Edge Hill, Englandi. Hefur haldið fyrirlestra um barnavernd í íþróttum síðan árið 2002. Hann meðstýrir verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda. Skrifaði Secual Abuse in Youth Sport: A sociocultural analysis og ritstýrði Safeguarding, Child Protection and Abuse in Sport ásamt Melanie Lang. Er ráðgjafi fyrir sjálfstæða rannsókn ensku fótboltasamtakanna (e. English Football Association) um kynferðislega misnotkum barna í fótbolta.
- Karen Leachfyrrverandi sundkona frá Írlandi. Þolandi kynferðisofbeldi frá aldrinum 10 – 17 ára frá hendi þjálfara síns. Er ein af röddunum í verkefninu Voice: Voices for truth and dignity, verkefni sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi í Evrópu í gegnum raddir þolenda og aðstandenda.
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir, MA í félagsfræði, aðjúnkt við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í félagslegum rannsóknum hjá Rannsóknum og greining ehf.
- Colin Harris,fyrrverandi atvinnumaður hjá Chelsea.
- Salvör Nordal, Doktor í heimspeki frá University of Calgary í Kanada 2014. Skipaður umboðsmaður barna árið 2017.
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Saksóknari hjá ríkissaksóknara. Lögfræðingur frá Háskóla Íslands, með LL.M. gráðu frá Columbia háskóla í New York.
- Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Vals.
- Valgerður Þórunn Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
- Håvard Øvegårder ráðgjafi norska Íþrótta- og Ólympíusambandinu og íþróttasambandi fatlaðra í Noregi. Hann stýrir vinnu sambandanna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Tók þátt í að búa til norskar leiðbeiningar gegn kynferðislegri áreitni (árið 2010) og bjó nýlega til leiðbeiningar til þess að meðhöndla mál af þessum toga. Er meðlimur í Pool of European Experts on Sexual Violence in Sport.
VERÐ
Ráðstefna, kr. 2.900
Vinnustofa, kr. 2.500
Ráðstefna og vinnustofa, kr. 5.000
Miðasala fer fram á tix.is