Falur Helgi í Keflavík sæmdur starfsmerki UMFÍ
Falur Helgi Daðason var sæmdur starfsmerki UMFÍ fyrir óeigingjarn starf sitt á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags síðdegis í gærkvöldi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti Fal starfsmerkið.
Falur Helgi er mikill Keflvíkingur, sem hefur reynst bæði sund- og knattspyrnudeildinni vel. Hann starfar innan sunddeildar Keflavíkur og hefur setið í stjórn deildarinnar í tíu ár. Hann er einnig sjúkraþjálfari knattspyrnudeildarinnar.
Á aðalfundinum var Einar Haraldsson sjálfkjörinn formaður Keflavíkur. Bjarney S. Snævarsdóttir og Þórður Magni Kjartansson voru kosinn til tveggja ára og þau Birgir Már Bragason, Eva Björk Sveinsdóttir og Sveinn Adolfsson voru kjörinn í varastjórn.
Þá voru þeir Ástvaldur Bjarnason, Björgvin Björgvinsson og Róbert Aron Ólafs heiðrarðir með silfurheiðursmerki Keflavíkur en þeir hafa stutt lið Keflavíkur með ráðum og dáðum. Á myndunum hér að neðan má sjá Einar Haraldsson, formann Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, afhenda þeim silfurheiðursmerkin.
Lesa má meira af aðalfundinum og sjá fleiri myndir á vef Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags.