Fara á efnissvæði
22. júní 2023

Fjöldi fólks mætt á Landsmót UMFÍ 50+

Fjöldi þátttakenda mætti á slaginu klukkan sex í íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi þegar afhending hófst á mótsgögnum fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mótið stendur yfir alla helgina í Stykkishólmi og er vel á fjórða hundrað þátttakenda skráðir á mótið.

Þótt mótið sé að mestu fyrir fimmtuga og eldri geta allir 18 ára og eldri, sem áhuga hafa á keppnisíþróttum og vilja prófa nýjar greinar, keypt þátttökuarmband.

Með þátttökuarmbandi geta 18 ára og eldri keppt í götuhlaupi, götuhjólreiðum og mörgum fleiri greinum. Allir sem vilja það geta nálgast armböndin í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi og kostar hvert armband 2.000 krónur. Allir 18 ára og eldri sem vilja taka þátt í opnum greinum þurfa ekki að skrá sig með löngum fyrirvara í þær. Nóg er að mæta í íþróttamiðstöðina, kaupa armband og mæta í keppni eða prófa áhugaverðar greinar.

Búist er við gríðarlegum fjölda fólks í Stykkishólmi um helgina, bæði á Landsmót UMFÍ 50+ og yngri þátttakendur auk gesta á Dönskum dögum, sem fram fara í bænum á sama tíma um helgina. 

 

Allir sem vilja geta tekið þátt í þessum greinum.

 

Föstudagur:

5 km götuhlaup (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 17:00 - 18.00

Kl. 18:00 Mótssetning. Stuttur viðburður opin öllum.

 

Laugardagur:

Hjólreiðar (opið öllum með hvítt og rautt armband)

Kl. 11:00 - 12:00

Kynningargreinar - börn (frítt), 18 ára + með rauð eða hvít armbönd

Kl: 10:00 - 14:00: Píla, borðtennis og badminton í íþróttahúsinu.

Kl: 10:00 - 14:00: Petanque á malarvellinum við íþróttahúsið/sparkvöllinn. Petanque svipar til boccía, spilað á malarvelli með litlar stál kúlur.

En hvernig á að spila petanque? Þú getur séð það í þessu kynningarmyndbandi.

Horfa á leiðbeiningar

 

Á þessari vefslóð getið þið skoðað alla dagskránna.

https://www.umfi.is/vidburdir/landsmot-50plus/dagskra/