Fara á efnissvæði
17. júní 2019

Fjórar greinar í sundi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað

Finnst þér gaman í sundi? Keppt verður í stundi í Stefánslaug á Landsmóti UMFí 50+ í Neskaupstað laugardaginn 29. júní. Keppnin er bæði kynja- og aldursskipt frá 50 ára aldri og upp úr.

Í boði verður skriðsund, baksund, bringusund og  boðsund.

Skelltu þér í laugina!

 

Hvað er í boði?

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun sem fer fram dagana 28.-30. júní. Boðið er upp á fjölda íþróttagreina. Þátttakendur þurfa hvorki að vera skráðir í íþróttafélag né ungmennafélag. Greiða þarf eitt gjald fyrir þátttöku í eins mörgum greinum og viðkomandi vill taka þátt í.

Laugardaginn 29. júní verður skemmtikvöld. Veislustjóri er Jens Garðar Helgason, boðið verður upp á dýrindis kvöldverð og skemmtiatriði. Undir dansi leikur Danshljómsveit Guðmundar R. Gíslasonar. Greiða þarf sérstaklega fyrir skemmtikvöldið. Aðgangseyrir er 5.200 krónur. 

 

Hér getur þú séð allar greinarnar sem eru í boði á mótinu