Fólk komið til starfa
Starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna kom til starfa í ágúst. Búið er að ráða fjórtán starfsmenn á átta starfsstöðvar um allt land og er unnið að ráðningu tveggja til viðbótar.
Fyrsti samráðsfundur starfsfólksins er á dagskrá í næstu viku en þar verður farið yfir fyrstu skref í greiningarvinnu og áætlunargerð. Þessa dagana eru svæðisfulltrúar að funda með fulltrúum íþróttahéraða, sem eru helstu hagaðilar verkefnisins.
Starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna eru eftirtalin:
Höfuðborgarsvæðið: Íris Svavarsdóttir og Sveinn Sampsted.
Suðurland: Rakel Magnúsdóttir og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Suðurnes: Petra Ruth Rúnarsdóttir og Sigurður Friðrik Gunnarsson.
Vesturland: Álfheiður Sverrisdóttir og Heiðar Már Björnsson.
Austurland: Jóhanna Íris Ingólfsdóttir.
Vestfirðir: Birna F. S. Hannesdóttir og Guðbjörg Ebba Högnadóttir.
Norðurland eystra: Hansína Þóra Gunnarsdóttir og Þóra Pétursdóttir.
Norðurland vestra: Halldór Lárusson.