Fara á efnissvæði
23. júlí 2018

Foreldrarnir til fyrirmyndar á Unglingalandsmótum UMFÍ

For­eldr­ar þátt­tak­enda á Ung­linga­lands­mót­inu hafa verið virk­ir í gegnum tíðina og marg­ir til­bún­ir til að leggja hönd á plóg til að gera gott mót  enn betra.

Hér að ofan má sjá tvo feður sem voru á síðasta Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum og dæmdu báðir í knattspyrnu á mótinu. Þetta eru þeir Ívar Ingimars­son og Guðgeir Sig­ur­jóns­son, leik­maður Hatt­ar á Eg­ils­stöðum. Ívar, sem er hægra meg­in á mynd­inni, er fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu og var at­vinnumaður lengi með Rea­ding í enska bolt­an­um.