Fara á efnissvæði
19. ágúst 2024

Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.

Fyrrverandi forsetar Íslands hafa margir verið verndarar Ungmennafélags Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, vann vel og náið með hreyfingunni, svo sem í tengslum við Forvarnardaginn og fleiri viðburði. Það gerði líka Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir. 

UMFÍ sendir þakkir og kveðjur til Guðna Th. Jóhannessonar fyrrverandi forseta með þökkum fyrir ánægjulegt og gjöfult samstarf í gegnum árin. 

Þetta má geta í framhaldinu að Halla og Björn Skúlason, maki forseta, voru viðstödd setningu Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Þetta var með fyrstu verkefnum Höllu, sem var sett í embætti forseta Íslands daginn áður en hún kom á mótið.