Fara á efnissvæði
05. október 2022

Forvarnardagurinn haldinn í dag

Forvarnadagurinn fór fram með pompi og pragt í dag. Dagurinn hófst með málþingi í Austurbæjarskóla í morgun. Þangað mætti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Alma Möller landlæknir, Jóhann Steinar Ingimundarson og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ ásamt Andra Stefánssyni og fleirum frá ÍSÍ ásamt öðrum aðstandendum dagsins.

Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Á málþinginu hélst Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla, ávarp og bauð gesti velkomna. Á eftir komu forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu rætti um líðan og heilsuhegðun unglinga og ungmenna auk þess sem Alma Möller ræddi um mikilvægi lýðheilsu og ýmsa þætti sem stuðla að góðri heilsu.

Hrafnhildur Anna Gunnarsdóttir, nemandi í Austurbæjarskóla, lék á flautu.

Málþingið sátu jafnframt nokkrir fleiri nemendur í Austurbæjarskóla.

Sýnt var beint frá þinginu.

Eftir hádegið heimsótti Guðni Th. Tækniskólann, kynnti sér nám í skólanum, fræddist um námið í skólanum og ræddi við nemendur. 

Hér má sjá upptöku frá málþingi Forvarnardagsins. Hægt er að smella á myndina.

 

Fleiri myndir frá Forvarnardeginum