Fara á efnissvæði
25. ágúst 2022

Forvarnarmódel í lýðheilsu

Íslenska for­varn­ar­mód­elið hef­ur skilað góðum ár­angri í bar­átt­unni gegn áfeng­is- og tób­aksnotk­un og nú er kom­inn tími á að ráðast í næsta átak. Í vor birti Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) at­hygl­is­verða skýrslu þar sem fram kom að 60% Evr­ópu­búa glíma við eða eru á mörk­um þess að glíma við offitu. Þá eru um 33% ell­efu ára barna í Evr­ópu á sama stað og fjölg­ar þeim hratt.

Vegna skorts á hreyf­ingu og óheil­brigðs lífs­stíls vara sér­fræðing­ar við vax­andi álagi á heil­brigðis­kerfið. Helg­ast það af því að versn­andi heilsu­far leiðir til þess að fleira fólk muni þjást meira af lífs­stíl­stengd­um sjúk­dóm­um í Evr­ópu en nokkru sinni fyrr. Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að kostnaður aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins vegna hjarta- og æðasjúk­dóma er nú tal­inn nema 210 millj­örðum evra á ári eða 29 bill­jón­um ís­lenskra króna.

 

 

Þessi þróun hef­ur skert lífs­gæði fólks og er óvíst hvort þau muni aukast nema með sam­stilltu átaki. Þá er aug­ljóst að óheil­brigður lífs­stíll skap­ar veru­legt álag á heil­brigðis­kerfið og mun gera um ófyr­ir­sjá­an­lega framtíð bæði hér á landi og víðar – ef ekki verður gripið í taum­ana.

Lífs­stíll­inn veld­ur byrði á sam­fé­lag­inu

Niður­stöður skýrslu WHO hafa leitt til auk­inn­ar umræðu um efni henn­ar á meg­in­landi Evr­ópu. Þróun mála hér á landi stefn­ir því miður á svipaðar slóðir og lýst er í skýrsl­unni, og því full ástæða til að bregðast við. Í fram­haldi af út­gáfu henn­ar hélt Evr­ópuþingið í Brus­sel utan um ráðstefnu, sem nefnd­ist „Europe­an Acti­on for Healt­hyLi­festy­le4All“ og var hún hald­in í júní­mánuði síðastliðnum, en þangað voru boðaðir full­trú­ar aðila sem tengj­ast lýðheilsu í Evr­ópu.

Í er­indi sem Jaap Sei­dell, há­skóla­pró­fess­or frá Hollandi, hélt um stöðu mála dró hann upp dökka mynd. Að hans mati stend­ur heil­brigðis­kerfi nú­tím­ans frammi fyr­ir helj­ar­gjá þar sem um 80% greindra sjúk­dóma teng­ist lífs­stíl fólks. Taldi hann að stjórn­völd í Evr­ópu yrðu að líta til or­saka þess hvernig mál hefðu þró­ast á þenn­an veg og til að ná ár­angri þyrfti að virkja sveit­ar­fé­lög til að standa fyr­ir aðgerðum í nærum­hverf­inu.

 

 

Áhuga­verðar umræður spunn­ust um málið, einkum út frá því að þrátt fyr­ir að staðreynd­ir liggi flest­ar fyr­ir virðast sam­fé­lags­leg meðvit­und og und­ir­tekt­ir al­mennt ekki nógu góðar. Ástæðuna fyr­ir því að skolla­eyr­um væri skellt við stöðunni taldi Jaap þá að stjórn­völd væru treg til að setja nauðsyn­leg­ar regl­ur sem knúið gætu fram æski­lega niður­stöðu. Auk þess væru mikl­ir viðskipta­hags­mun­ir und­ir og hags­munaaðilar beittu sér mark­visst gegn nauðsyn­leg­um breyt­ing­um.

Hvað er til ráða?

Í pall­borðsum­ræðum á ráðstefn­unni voru ýms­ar hug­mynd­ir rædd­ar um viðbrögð við meg­inniður­stöðu skýrsl­unn­ar. Þar kom m.a. fram að kenna yrði þegar í barnæsku grunn­atriði góðrar nær­ing­ar. Æskilegt væri að virkja skóla­kerfið og tryggja aðkomu þess að verk­efn­inu. Leggja þyrfti áherslu á heil­brigðara mataræði og nær­ing­ar­rík­ar skóla­máltíðir auk þess sem finna þyrfti leiðir til að fá nem­end­ur til að hreyfa sig meira á skóla­tíma en nú er gert, s.s. með auk­inni úti­kennslu og skipu­lögðum leikj­um.

 

Hver er sjálf­um sér næst­ur

Niðurstaða fund­ar­ins var sú að fólk væri að vakna til vit­und­ar um að bregðast yrði við óheil­brigðum lífs­stíl og marka þyrfti leiðir til þess. Í því efni þyrfti að biðla til allra ætti ár­ang­ur að nást: sam­fé­lags­ins og stofn­ana þess en ekki síst til ein­stak­ling­anna sjálfra. Kjarn­inn væri í raun sá að við yrðum að sann­færa hvern og einn um nauðsyn þess að axla ábyrgð á eig­in lífi.

 

Íslenska for­varn­ar­mód­elið

Full­yrða má að nálg­un­in sem rædd var af áhyggju­full­um forkólf­um lýðheilsu­mála í Brus­sel virðist í raun býsna lík þeirri aðferðafræði sem við Íslend­ing­ar þekkj­um vel af því for­varn­ar­starfi sem unnið hef­ur verið hér á landi á síðastliðnum þrjá­tíu árum. Þar er lögð áhersla á að vinna með staðbund­in gögn sem Rann­sókn­ir og grein­ing hafa tekið sam­an yfir ára­bil til sam­an­b­urðar. Með slík­an grunn er unnt að taka ákv­arðanir um lausn­ir sem byggj­ast á fag­legri nálg­un.

 

Betri lýðheilsa

Sam­eig­in­legt átak í for­varn­ar­mál­um hef­ur skilað því að tek­ist hef­ur að ger­breyta íþrótta- og tóm­stund­a­starfi barna hér á landi með fag­legra starfi og auk­inni þátt­töku. Það er nú stór hluti af for­vörn­um í vímu­varna­mál­um þjóðar­inn­ar. Stjórn­völd og íþrótta­hreyf­ing­in verða nú að taka næstu skref og út­víkka sam­starfið, fylgj­ast vel og mark­visst með heilsu þjóðar­inn­ar og stuðla að fleiri kost­um í hreyf­ingu og heil­brigðum neyslu­hátt­um en nú standa fólki til boða. Við ætt­um að geta nýtt ís­lenska for­varn­ar­mód­elið, sem vakið hef­ur eft­ir­tekt víða um lönd, til að ná ár­angri í betri lýðheilsu.

 

 

Með gögn að vopni og sam­hent átak stjórn­valda, sveit­ar­fé­laga, íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og ein­stak­linga get­um við snúið vörn í sókn í lýðheilsu­mál­um og dregið úr ónauðsyn­legu álagi á heil­brigðis­kerfið með for­vörn­um. Það dreg­ur úr kostnaði og, það sem mest er um vert; eyk­ur lífs­gæði okk­ar sjálfra.

Við get­um aukið lífs­gæði okk­ar. Tök­um skrefið og ger­um það sam­an með skemmti­legu og skipu­lögðu landsátaki – koma svo!

 

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

Greinin birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 25. ágúst 2022.