Fara á efnissvæði
07. september 2023

Framboð til stjórnar UMFÍ

Formaður UMFÍ og flest af stjórnarfólki UMFÍ gefur kost á sér til áframhaldandi setu í aðdraganda Sambandsþings UMFÍ, sem verður dagana 20. - 22. október næstkomandi. Gissur Jónsson frá Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK) og Lárus B. Lárusson, frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK) gefa ekki kost á sér áfram.

Í stjórn UMFÍ sitja ellefu einstaklingar.

Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en tíu dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.

Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.

Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.

 

Kjörstjórn hafa borist eftirfarandi framboð fyrir starfstímabilið 2023 - 2025

Til formanns, frá:

  • Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK)

Til aðalstjórnar, frá:

  • Guðmundi Sigurbergssyni, Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK)
  • Gunnari Þór Gestssyni, Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS)
  • Ragnheiði Högnadóttur, Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS)
  • Sigurði Óskari Jónssyni, Ungmennasambandinu Úlfljótur (USÚ)

Til aðal- og varastjórnar, frá:

  • Gunnari Gunnarssyni, Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA)
  • Málfríði Sigurhansdóttur, Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR)

Til varastjórnar, frá:

  • Hallberu Eiríksdóttur, Ungmennasambandi Borgarfjarðar (UMSB)
  • Guðmundu Ólafsdóttur, Íþróttabandalagi Akranes (ÍA)

Tilkynna skal kjörnefnd um framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar á netfangið umfi@umfi.is eigi síðar en 10. okótber 2023.

Nánari upplýsingar veitir Einar Kristján Jónsson, formaður kjörnefndar í síma 842 5800. 

53. Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Geysi í Haukadal.

Allar hagnýtar upplýsingar um 53. Sambandsþing UMFÍ er að finna á sérstökum vefsvæði þingsins:

 

Sambandsþing UMFÍ 2023