Fara á efnissvæði
05. október 2021

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn UMFÍ rennur út á miðnætti. Kosið verður um formann, setu í stjórn og varastjórn á 52. Sambandsþingi UMFÍ sem fram fer á Húsavík dagana 15. – 17. október næstkomandi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, hefur gefið upp að hann ætli ekki að gefa kost á sér. Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ hefur enn sem komið er einn gefið kost á sér í formannsembættið.

Nánast allar upplýsingar um þingið eru aðgengilegar á sérstakri vefsíðu sambandsþingsins. Áhugasamir geta skoðað hana á www.umfi.is undir flipanum 52. Sambandsþing UMFÍ.

Dagskrá og allar tillögur sem lagðar eru fyrir þingið eru undir flipanum Þingskjöl.

Fyrirkomulag þingsins og fjölda þingfulltrúa sambandsaðila má sjá undir flipanum Fyrirkomulag þingsins. Miðað við sambandsaðila UMFÍ og reglur um fjölda þingfulltrúa er gert ráð fyrir 125 fulltrúum sambandsaðila á Húsavík af öllu landinu.