Fara á efnissvæði
21. janúar 2020

Fullt á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum

Fullt er á ráðstefnuna Jafnrétti barna og unglinga í íþróttum sem haldin er á Reykjavíkurleikunum. Svo mikill áhugi reyndist á henni að lokað var fyrir skráningu í dag. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 23. janúar í Laugardagshöll.

Ljóst er að fjölmargir hafa áhuga á þessu mikilvæga málefni. Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna sjálfa geta séð hana í beinni útsendingu á Youtube-rás Reykjavíkurleikanna.

Að ráðstefnunni standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík.

 

MEGIN ÁHERSLUR RÁÐSTEFNUNNAR:

FYRIRLESARAR VERÐA:

Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.

 

Vefsíða ráðstefnunnar

UMFÍ minnir á: Youtube-rás Reykjavíkurleikanna.