Fulltrúar frá Evrópuráðinu kynna sér starfsemi UMFÍ
Sendifulltrúar frá Evrópuráðinu komu í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFÍ á þriðjudag ásamt Óskari Þór Ármannssyni, sérfræðingi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Tilgangur heimsóknarinnar var liður hópsins til að kynna sér skipulag íþróttamála á Íslandi, fræðast um starfi UMFÍ, verkefni UMFÍ og áherslurnar í framtíðinni.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, tók á móti þeim Liam McGrarty, Michael Trinker og Zoran Verovnik og fór yfir starfsemina með þeim, lýsti ástæðunni fyrir því að ákveðið var að breyta Landsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki, vinsældum Unglingalandsmóts UMFÍ og mörgu fleiru sem snertir umfang og starfsemi UMFÍ.
Þeir spurðu margs út í UMFÍ og voru sérstaklega áhuga áhugasamir um það hvernig UMFÍ, sem rótgróin samtök, reynir að hafa eitthvað upp á að bjóða fyrir alla, hvort heldur er íþróttagrein eða staða í stjórn félags.
Þá fannst þeim merkilegti hversu vel ungmennafélagshreyfingin fylgist með straumum og stefnum og horfir til framtíðar.
Sendifulltrúarnir frá Evrópuráðinu komu hingað til lands á sunnudag og funduðu þeir m.a. með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og starfsfólki ráðuneytisins, sérfræðingum Rannsókna og greiningar, sérfræðingum í lýðheilsu- og íþróttum á menntavísindasviði Háskóla Íslands og starfsfólki ÍSÍ.
Á myndinni hér að ofan má sjá þau Liam McGrarty, Michael Trinker, Auði Ingu, Óskar Þór og Zoran Verovnik í þjónustumiðstöð UMFÍ.