Fyrirmyndarbikarinn áfram í Vestur-Skaftafellssýslu
Þátttakendur frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlutur Fyrirmyndarbikarinn eftirsótta á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Þetta er í annað árið í röð sem Fyrirmyndarbikarinn fer til USVS.
Erla Þórey Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri USVS, tók við bikarnum ásamt fjölda gesta frá sambandinu.
Stolt af félaginu sínu
Þátttakendur USVS sýndu af sér fádæma prúðmennsku og voru til fyrirmyndar í einu og öllu á mótinu. Þeir voru í treyjum sem voru vel merktar USVS og sýndu merkið stoltir. Ekki var hjá því komist hvaðan þátttakendurnir voru.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, afhenti Fyrirmyndarbikarinn og það hafa verið erfitt að gera upp á milli íþróttahéraða.
„Það sem stóð uppúr er samræmt yfirbragð við inngöngu á setningarhátíð, góð hegðun í keppni bæði hjá þátttakendum og stuðningsmönnum og samheldni á tjaldsvæði,“ sagði hann.
Brekkusöngur var nýjung
Rúmlega þúsund þátttakendur á aldrinum 11 til 18 ára kepptu í fjölda greina í blíðsskapar veðri á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og er talið að á bilinu 4.000 til 5.000 manns hafi mætt í bæinn til að taka þátt í mótinu. Foreldrar þátttakenda, forráðafólk og systkini höfðu nóg að gera í alls konar afþreyingu og viðburðum og gátu prófað ýmsar forvitnilegar greinar eins og blindrabolta, hlaupaskotfimi, grasblak og margt fleira.
Unglingalandsmótið var með svolítið breyttu sniði en fyrri ár. Keppt var í fjölmennum greinum eins og knattspyrnu og körfubolta á einum degi, líka í grasblaki og grashandbolta auk þess sem keppni í frjálsum var í tvo daga í stað þriggja. Undirtektir foreldra voru jákvæð enda minni hætta á að greinar skarist og þurfa foreldrar og þátttakendur ekki að hlaupa á milli mótssvæða eins og áður.
Mótsslit Unglingalandsmóts UMFÍ voru glæsileg. Í fyrsta sinn var brekkusöngur en þar komu fram Bræðslustjórinn Magni, félagarnir Jón Arnór og Baldur og Guðrún Árný, sem fékk alla brekkuna til að syngja með sér.
Unglingalandsmótinu var svo slitið með flugeldasýningu.
Hér má sjá nokkrar myndir frá mótsslitunum