Glæsilegasta tónleikadagskráin er á Unglingalandsmótinu
„Það er bókað að þetta er vandaðasta og flottasta dagskrá sem ég hef séð á Unglingalandsmóti UMFÍ. Enda þarf hún að vera flott eftir tveggja ára hlé,“ segir Einar Björnsson hjá Viðburðastofu Suðurlands en hann sér um skipulagningu og dagskrá tónleikanna sem boðið er upp á á kvöldin á Unglingalandsmótinu á Selfossi.
Tónleikarnir hefjast á fimmtudagskvöldinu og standa fram að mótsslitum sunnudaginn 31. júlí.
Tónleika- og afþreyingadagskráin lítur svakalega vel út. Hún er svona:
Fimmtudagur 28. júlí:
Kl. 15:00 – 23:00 Móttaka og upplýsingamiðstöð FSu
Kl. 21:00 – 23:00 Tónleikar Tjald á tjaldsvæði
DJ Dagur Snær
Klara Ósk
Sprite Zero Klan
Föstudagur 29.júlí:
Kl. 08:00 – 18:00 Móttaka og upplýsingamiðstöð FSu
Kl. 13:00 – 17:00 Leikjagarður Selfosshöllin
Kl. 15:00 – 16:00 Glímuskóli fyrir alla Selfosshöllin
Kl. 20:00 – 21:00 Mótssetning Selfossvöllur
Kl. 21:30 – 23:00 Tónleikar Tjald á tjaldsvæði
Jón Arnór & Baldur
Bríet
Stuðlabandið
Laugardagur 30.júlí:
Kl. 08:00 – 18:00 Móttaka og upplýsingamiðstöð FSu
Kl. 10:30 – 12:00 Fótbolti fyrir 5-7 ára Selfossvöllur
Kl. 11:00 – 19:00 Risa þrautabraut Við FSu
Kl. 12:00 – 12:45 Sundleikar fyrir 10 ára og yngri Sundhöll Selfoss
Kl. 13:00 – 14:00 Skemmtiskokk Hellisskógur
Kl. 13:00 – 16:00 Júdó kynning og kennsla Selfosshöllin
Kl. 13:00 – 17:00 Leikjagarður Selfosshöllin
Kl. 14:00 – 15:00 Barnadagskrá Selfosshöllin
Lína Langsokkur
Ronja Ræningjadóttir
Loftboltar
BMX
Kl. 17:00 – 18:00 Frjálsíþróttaleikar fyrir 10 ára og yngri Selfossvöllur
Kl. 16:00 – 17:00 Menningarganga í miðbænum Frá FSu
Kl. 16:00 – 18:00 Borðtennis fyrir alla FSu
Kl. 17:00 – 18:30 Bogfimi fyrir alla Selfossvöllur
Kl. 18:00 – 19:00 Sundlaugar partý með tónlist Sundhöll Selfoss
DJ Dagur Snær
Kl. 20:00 – 20:45 Hæfileikasvið fyrir 10 ára og yngri Tjald á tjaldsvæði
Kl. 21:00 – 23:00 Tónleikar Tjald á tjaldsvæði
DJ Dóra Júlía
Birnir
Herra Hnetusmjör
Sunnudagur 31.júlí:
Kl. 08:00 – 18:00 Móttaka og upplýsingamiðstöð FSu
Kl. 10:30 – 12:00 Fótbolti fyrir 8-10 ára Selfossvöllur
Kl. 11:00 – 14:00 Ganga á Ingólfsfjall með leiðsögn FSU, takmarkaður fjöldi
Kl. 13:00 – 17:00 Leikjagarður Selfossvöllur
Kl. 20:00 – 20:45 Hæfileikasvið fyrir 11 ára og eldri Tjald á tjaldsvæði
Kl. 21:00 – 23:00 Tónleikar Tjald á tjaldsvæði
Sigga Ózk
Jón Jónsson
Friðrik Dór
Kl. 23:45 Mótsslit og flugeldasýning Selfossvöllur