Fara á efnissvæði
31. október 2018

Góð tengsl urðu til á viðburði aðildarfélaga Almannaheilla

UMFÍ - Ungmennafélag Íslands efndi í dag til hádegisheimsóknar stjórnenda og starfsfólks aðildarfélaga Almannaheilla í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Dagskráin var óformleg enda var markmiðið með viðburðinum að styrkja tengsl aðildarfélaga Almannaheilla og búa til samræðuvettvang.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sagði sem gestgjafi þetta ánægjulegt því á svona óformlegum viðburðum læri alltaf þátttakendur eitthvað af öðrum.

Auður flutti stutta kynningu á starfsemi UMFÍ og spurði fólk margra spurninga um Ungmennabúðir UMFÍ, Unglingalandsmótið, Landsmótið og Æskulýðsvettvanginn, sem UMFÍ er aðili að.

Ekki var á öðru að heyra en gestir væru ánægðir með að bæta við þekkingu sína um UMFÍ og öll þau verkefni sem ungmennafélagshreyfingin sinnir.

 

Fleiri myndir frá viðburðinum.