05. ágúst 2017
Góður laugardagur framundan
Laugardagurinn 5. ágúst byrjar vel. Dagurinn hefst með hláturjóga og morgunsprelli á tjaldsvæði mótsgesta og keppenda. Síðan hefst keppni í sundi, körfu, fótbolta og fleiri greinum.
Best er að fylgjast með mögulegum breytingum á tímum – ef breytingar verða – í upplýsingum um keppnisgreinar Unglingalandsmóts UMFÍ.
Margt er í boði fyrir alla í fjölskyldunni sem ekki eru að keppa. Þar á meðal er fótboltamót drengja 8-10, hoppukastalar, kennsla í rathlaupi, boðið er upp á mini-golf, ratleik, víkingaleikjum og mörgu fleiru.
Þetta er aðeins það sem í boði er fyrir hádegi.
Skoðið mótadagskránna til að sjá hvað er í boði.