Fara á efnissvæði
05. júlí 2021

Göngubók UMFÍ 2021 er komin út

Göngubók UMFÍ sumarið2021– Göngum um Ísland – er komin út. 

Bókin kom fyrst út árið 2002 og innihélt hún þá 144 stuttar gönguleiðir víða um landi. Bókin hefur gengið í gegnum heilmikla breytingu, stuðst er við ný kort Landmælinga, búið að bæta við fjölda nýrra gönguleiða sem henta bæði stuttum fótleggjum og fullorðnum líka.

Göngubókin inniheldur 272 stuttar gönguleiðir sem henta flestum, 20 gönguleiðir sem hægt er að skoða ítarlega í Wappinu og 32 léttar fjallgönguleiðir sem henta fjölskyldunni.

Göngubókinni er ætlað að hvetja fólk til útiveru og hreyfingar og vekja athygli á gönguleiðum ásamt því að hvetja til samveru fjölskyldunnar.

Hægt er að grípa frítt eintak af Göngubók UMFÍ á fjölmennustu stöðum um allt land. Tæknisinnaðir geta líka smellt á hlekkinn hér að neðan og nælt sér í eintak til að hala niður í símann eða í tölvuna af vefsíðu UMFÍ, www.umfi.is.

Smella og ná í Göngubók UMFÍ 2021