28. júní 2019
Gott að stinga sér í sjóinn
Allt er í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað. Keppnisstjórinn Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir bauð þátttakendum mótsins í dag að skella sér í sjósund við kajakfjöruna við Þórsskúr um eittleytið í dag. Nokkrir þátttakendur þáðu boðið.
Þorbjörg, sem margir þekkja sem Bobbu, segir alla þátttakendur sem áhuga hafa á að dýfa tá í kalt vatn, geta haft samband við sig og mun hún leiðbeina fólki hvernig á að taka fyrstu tökin í sjósundi.
"Þetta er allt í önduninni," segir hún.
Hægt er að nálgast Bobbu í upplýsingamiðstöð Landsmóts UMFÍ 50+ í húsi Verkmenntaskóla Austurlands eða hringja í hana í síma 847-2328.