Fara á efnissvæði
21. október 2019

Gott samstarf skilar sér í glæsilegu dansmóti UMSK

„Þetta var rosalega gott mót,“ segir Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs. Félagið sá um Opna dansmót UMSK ásamt Dansdeild HK í Smáranum í Kópavogi í gær, sunnudaginn 20. október. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2014.

Á mótið mættu allir bestu dansarar landsins. Dómarar voru frá Englandi, Svíþjóð og Íslandi. Mótið stóð yfir frá sunnudagsmorgni og fram að síðdegi. Keppt var í öllum aldursflokkum, keppendur um 300 og fjöldi áhorfenda að fylgjast með sínu fólki.

Opna dansmót UMSK sýnir og sannar að samstarf skilar árangri enda er það nú eitt glæsilegasta dansmótið sem haldið er á Íslandi.

 

Ítarlegri upplýsingar um dansmótið má sjá hér: Facebook.com/UMSKopen

Myndir frá mótinu 2019