Fara á efnissvæði
26. febrúar 2021

Guðmundur er nýr formaður UMSK

Guðmundur Sigurbergssson var kjörinn formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) á 97. ársþingi UMSK í gær. Hann tók þar við af Valdimar Leó Friðrikssyni, sem hefur verið formaður UMSK síðastliðin 20 ár.

Guðmundur, sem jafnframt situr í stjórnum UMFÍ og Breiðabliks, hefur verið í stjórn UMSK frá árinu 2012, þar af sem gjaldkeri stjórnar frá árinu 2014.

Frekari breytingar urðu á stjórn UMSK. Magnús Gíslason gekk jafntfram úr henni. Í hans stað kom Pétur Örn Magnússon, sem áður var í varastjórn UMSK.

Þeir Valdimar Leó og Magnús voru á þinginu báðir sæmdir gullmerki UMSK fyrir störf sín. 

Á þinginu voru þau Arnar Pétursson og Karen Sif Ársælsdóttir valin íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2020. Þau koma bæði úr Breiðabliki. Arnar tók við viðurkenningunni en Karen er stödd erlendis við æfingar.