Guðmundur er þriðji heiðursformaður HSK
Guðmundur Kr. Jónsson á Selfoss var kosinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi HSK á laugardag. Guðmundur er þriðji einstaklingurinn sem kosinn er heiðursformaður HSK. Á þinginu var jafnframt Árni Þorgilsson, fyrrvarandi formaður, HSK var sæmdur gullmerki HSK fyrir sín störf fyrir sambandið í áratugi. Þá var Jón M. Ívarsson, Umf. Þjótanda og sagnaritari UMFÍ, sæmdur gullmerki UMFÍ. Starfsmerki hlutu þau Árni Þór Hilmarsson, Umf. Hrunamanna, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, Íþróttafélaginu Suðra og Jóhannna Hjartardóttir, Umf. Þór.
Um Guðmund Kr.
Guðmundur Kr. varð snemma mjög öflugur félagsmálamaður og tók virkan þátt í starfi Umf. Selfoss og var m.a. formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss árin 1968- 1979. Síðar gegndi hann stöðu vallarstjóra og framkvæmdastjóra félagsins. Hann hefur verið formaður Umf. Selfoss frá 2014. Guðmundur Kr. var kosinn formaður HSK árið 1981 og hélt um stjórnartaumana í átta ár með miklum myndarskap. Hann tók þá sæti í aðalstjórn ÍSÍ og sat í aðalstjórn í tvö ár.
Guðmundur Kr. tekur enn virkan þátt í störfum sambandsins. Hann er t.a.m. mjög eftirsóttur sem þulur á frjálsíþróttamót HSK enda röggsamur og vel til forystu fallinn.
Í bókinni HSK í 100 ár segir um störf Guðmundar:
„Það er á engann hallað þótt hann sé talinn einn af dugmestu og starfsömustu foringjum Héraðssambandsins Skarphéðins.“
Guðmundur Kr. er vel að því kominn að vera kosinn Heiðursformaður HSK. Hann er sá þriðji í röðinni sem kosinn er heiðursformaður HSK. Sigurður Greipsson var kosinn á þingi sambandsins árið 1966 og Jóhannes Sigmundsson var kosinn á héraðsþingi árið 2011.“
Hér má sjá fleiri myndir af þinginu og þeim sem hlutur heiðranir UMFÍ.