Fara á efnissvæði
10. mars 2023

Guðrún Hildur er nýr sambandsstjóri UMSB

„Það var mjög stressandi að halda sambandsþing í fyrsta sinn. En þetta gekk nú samt fínt,“ segir Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) en þing sambandsins fór fram á miðvikudag.

Eitt og annað var gert á þinginu. Þar tók Guðrún Hildur Þórðardóttir við sem sambandsstjóri UMSB af Sonju Lind Estrajher Eyglóardóttur. Guðrún var áður varasambandsstjóri en Sonja hefur verið sambandsstjóri frá árinu 2021. Ólafu Daði Birgisson kom nýr inn í stjórnina og tók hann sæti Guðrúnar sem varasambandsstjóri. Þau Sölvi G. Birgisson og Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir eru eftir óbreytt í stjórn UMSB en Elisabeth Ýr Mosbech Egilsdóttir kom ný inn.

Þá voru þau Krístín Gunnarsdóttir og Þorvaldur Jónsson heiðruð með gullmerki UMFÍ og Guðmundur Finnsson fékk starfsmerki UMFÍ.  Hallbera Eiríksdóttir, stjórnarkona í UMFÍ, var gestur fundarins. Hún hélt þar stutt ávarp um um íþróttahéruð, Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ auk fleiri atriða og afhenti bæði gullmerki og starfsmerki UMFÍ.