Fara á efnissvæði
28. maí 2018

Gunnlaugur sæmdur starfmerki UÍF fyrir vel unnin störf

Gunnlaugur Stefán Vigfússon hlaut starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf fyrir ungmennafélagshreyfinguna á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) fór fram þann 15. maí. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ sem sat þingið, veitti Gunnlaugi starfsmerkið.

Gunnlaugur hefur m.a. staðið vaktina í dósamóttökunni á Siglufirði í hvorki fleiri né færri en 25 ár auk þess sem hann hefur í gegnum tíðina ávallt verið boðinn og búinn að vinna þau störf sem þurft hefur í kringum knattspyrnuna í sveitarfélaginu og skilað þar afskaplega góðu starfi.

Gunnlaugur fékk hraustlegt klapp frá þingfulltrúum þegar Haukur hafði nælt í hann starfsmerkinu.

Á þinginu var Þórarinn Hannesson endurkjörinn formaður og samþykktar tillögur um breytingu á skiptingu fjármunum sem sveitarfélagið veitir UÍF og er deilt út til aðildarfélaga. Með breytingunni munu fjárveitingar endurspegla betur starfsemi félaganna.

Myndina af þeim Hauki og Gunnlaugi tók Kristín A. Guðmundsdóttir. Hana má jafnframt sjá á á Frétta- og fræðslusíðu UÍF á Facebook.

 

Frétta- og fræðslusíða UÍF