Fara á efnissvæði
28. apríl 2021

Hægt að sækja um störf fyrir námsmenn í maí

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.200 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög.

Vinnumálastofnun hvetur nú stofnanir ríkisins og félagasamtök til að hefja undirbúning þessa átaks og móta störf og verkefni sem fallið geta að því.

Hverjum námsmanni sem ráðinn er í gegnum þetta úrræði fylgi styrkur sem nemur að hámarki 472.835 þúsund krónur auk framlags í lífeyrissjóð (+11,5 % framlags í lífeyrissjóð) fyrir hvert starf, samtals 527.211 kr. og miðast þessi upphæð við fullt starf.  

Vonir standa til að með átakinu verði til allt að 2.500 tímabundin störf í sumar fyrir námsmenn á milli anna sem skiptast á milli opinberra stofnana, félagasamtaka og sveitarfélaga. Stefnt er að því að ljúka undirbúningi átaksins á næstu vikum þannig að unnt verði að auglýsa störfin 10.maí. 2021.

 

Forsendur og skilyrði

Hér eru helstu forsendur og skilyrði fyrir þátttöku í þessu átaksverkefni sem er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar:

  1. Stofnanir og félagasamtök þurfa að skapa ný störf í tengslum við þessi sumarátakstörf. Hefðbundin afleysingarstörf eiga hér ekki við.
  2. Námsmenn þurfa að vera skráðir í nám að vori eða hausti hausti 2021 eða verið skráðir í nám á vorönn 2021.
  3. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir og hálfur mánuður. Miðað er við tímabilið frá 15. maí – 15. september.
  4. Námsmenn þurfa að vera 18 ára (á árinu) og eldri.
  5. Laun skulu aldrei vera lægri en gildandi kjarasamningar segja til um vegna viðkomandi starfs.
  6. Ráðningarstyrkurinn nemur í mesta lagi 835 þúsund krónur auk framlags í lífeyrissjóð. Styrkur getur þó aldrei  numið hærri upphæð en laun starfsmanns.
  7. Um ráðningar vegna þessa verkefnis gildaréttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
  8. Árétta skal að stofnanir gæti að jafnræði milli kynja við ráðningar í þessi störf.
  9. Heimilt er að ráða í hlutastarf, en úthlutun verður í fjölda fullstarfandi.
    Svara þarf öllumumsækjendum sem sækja um starf.


Svona er þetta gert

  1. Viðkomandi stofnun sendir upplýsingar um fjölda starfa sem óskað er eftir að ráða í til og með föstudagsins 30. apríl 2021 á slóð sem er hér að neðan (Skrá ósk um fjölda starfa).
  2. Sá aðili sem hefur umsjón með skráningu og sýslar með störfin skráir kennitölu sína í umsóknarformið (tengill hér að neðan/Skrá ósk um fjölda starfa). Athugið að hægt verður að veita öðrum umboð til að skrá og sýsla með störf, en nánari leiðbeiningar um það munu fylgja með upplýsingum sem sendar verða með úthlutun ráðningarheimilda.
  3. Viðkomandi stofnun eða félagasamtök fá upplýsingar um fjölda ráðningarheimilda ásamt innskráningarleiðbeiningum innan við viku og er í framhaldi hægt að skrá störfin inn á vef Vinnumálastofnunar í gegnum rafræna gátt.
  4. Skilafrestur á skráðum störfum til stofnunarinnar verður til 7. maí 2021. Upplýsingar og leiðbeiningar um skráningarferlið verða sendar út síðar.
  5. Öll störf verða auglýst á vefsíðu Vinnumálastofnunar og skal umsóknarfrestur að lágmarki vera tíu dagar frá birtingu auglýsingar.
  6. Átakið verður auglýst í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og á vef Vinnumálastofnunar: vmst.is/sumarstorf.
  7. Opnað verður fyrir umsóknir 10. maí 2021.
  8. Námsmenn sækja um störfin í gegnum vef Vinnumálastofnunar.
  9. Uppgjör við Vinnumálastofnun vegna þeirra starfa sem þátttakendur í verkefninu ráða í, fer fram í lok sumars. Nánari fyrirmæli um það verða send út síðar.

 

Skráning

Smelltu á slóðina hér að neðan til að skrá ósk um fjölda starfa:

Skrá ósk um fjölda starfa

 

Tengiliðir og pælingar

Verkefnastjóri verkefnisins hjá Vinnumálastofnun er Margrét Lind Ólafsdóttir,
netfang: margret.olafsdottir@vmst.is

Fyrirspurnir varðandi sumarstörf námsmanna sendist á  netfangið: sumarstorf@vmst.is

Fyrirspurnir og vangaveltur má senda á umfi@umfi.is.