Fara á efnissvæði
30. júní 2019

Hafði ekki tíma til fá gullverðlaunin

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti í gær Markúsi Ívarssyni gullverðlaun fyrir fyrsta sætið í sínum flokki í hástökki á Landsmóti UMFÍ 50+. Verðlaunin átti að afhenda Markúsi síðdegis á föstudag en hann hafði engan tíma til að taka við þeim þar sem lið hans í ringó var í þann mund að hefja leik.

Markús, líkt og margir þátttakendur á mótinu, er skráður í fjölmargar greinar og hefur í mörgu að snúast á mótinu.

Í liðinu er jafnframt bróðir Markúsar, Jón M. Ívarsson, sagnaritari UMFÍ en hann skrifaði m.a. bókina miklu Vormenn Íslands og hefur skrifað fjölmargar bækur um ungmennafélagshreyfinguna. Jón keppti líka í frjálsum og voru þeir bræður viðstöðulítið í íþróttum um helgina.

Hér má sjá myndir af Markúsi á Landsmóti UMFÍ 50+