Fara á efnissvæði
12. október 2019

Helga sæmd heiðurskrossi UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður UMFÍ, var á sambandsþingi UMFÍ 2019 í gær sæmd heiðurskrossi ungmennafélagshreyfingarinnar. Hún var jafnframt gerð að heiðursfélaga UMFÍ.

Heiðurskrossinn er æðsta heiðursmerki ungmennafélagshreyfingarinnar. Samkvæmt reglugerð er það veitt þeim sem hafa unnið áratuga heillaríkt starf og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir hana.

Helga var í stjórn UMFÍ í 18 ár. Hún kom fyrst inn í stjórnin árið 1997 og sat í varastjórn fyrsta tímabilið. Hún var meðstjórnandi frá árinu 1999 til 2001 og varaformaður frá 2001-2007. Hún var kjörinn formaður UMFÍ 2007, sama ár og UMFÍ fagnaði aldarafmæli, og gegndi því embætti í átta ár eða til ársins 2015.

Þess má geta að Helga Guðrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 2016 fyrir störf á vettvangi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Haukur Valtýsson, sem tók við formannssætinu af Helgu Guðrúnu árið 2015, sagði hana vel að þessari heiðursviðurkenningu komna.