Fara á efnissvæði
08. janúar 2021

Helgi hjá Leikni: Lýst vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa á ný

Mér lýst mjög vel á að öll ungmenni geti byrjað að æfa aftur. Þær æfingar sem hafa farið fram eru í gangi. En svo erum við lítið félag og þurfum aðeins að senda skilaboð á iðkendur til að segja þeim tíðindin,“ segir Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis í Reykjavík.

Eins og fram kom fyrr í dag bendir allt til þess að slakað verði á samkomutakmörkunum miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi. Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna verður heimilað að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum og leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda.

Félagssvæði Leiknis er í Breiðholti og býður félagið á knattspyrnu, blak og skák. Meistaraflokki Leiknis í knattspyrnu hefur gengið vel og liðið komið í Pepsideildina í annað sinn í sögu félagsins.

Iðkendur Leiknir eru 250 í Breiðholti og segir Helgi það gott því auðvelt sé að koma skilaboðum áleiðis til iðkenda, bæði þegar samkomuatakmarkanir voru settar á og líka nú þegar slakað verður á þeim og íþróttastarf og keppni fullorðinna leyfð á ný.

Helstu breyt­ing­ar á samkomutakmörkunum

 

Leiknir R er aðildarfélag Íþróttabandalags Reykjavíkur, eins af 28 sambandsaðilum UMFÍ. 

Sjá einnig: Íþróttastarf barna og fullorðinna fer í gang að nýju