21. desember 2021
Hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu
Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns og eru börn ekki undanþegin fjöldatakmörkunum. Tveggja metra nándarreglan er tekin upp á ný og eru börn 2016 og yngri undanskilin henni. Hvatt er til fjarvinnu á vinnustöðum eftir því sem mögulegt er, að því er fram kemur í nýjum og hertum sóttvarnareglum. Reglurnar taka gildi á Þorláksmessu og verða í gildi næstu þrjár vikurnar.
Sóttvarnareglur um skólahald eiga við um Ungmennabúðir UMFÍ.
Megin efni reglnanna:
- Almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og börn ekki undanskilin.
- Nándarregla 2 metrar. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Á veitingastöðum og meðal gesta á sitjandi viðburðum er nándarregla 1 metri milli sitjandi gesta.
- Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna og skylt er að bera grímu í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
- Hraðprófsviðburðir: Með notkun hraðprófa er heimilt að halda skipulagða viðburði fyrir allt að 200 manns í sóttvarnahólfi.
- Sitjandi viðburðir án hraðprófa: Hámarksfjöldi 50 manns. Sem dæmi má nefna sviðslistaviðburði, kvikmyndasýningar, íþróttaviðburðir og sitjandi athafnir trú- og lífskoðunarfélaga.
- Sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði: Heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.
- Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar, jafnt með eða án snertingar, fyrir allt að 50 manns.
Sóttvarnareglur um skólahald
- Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
- Blöndun hópa er heimil. Í sameiginlegum umgangsrýmum á öllum skólastigum, svo sem við innganga, í anddyri og á göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun, að því er segir í reglugerð heilbrigðisráðherra um nýjar takmarkanir.
- Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
- Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanskilin nálægðarreglu.
- Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.