Fara á efnissvæði
12. nóvember 2021

Hertar takmarkanir teknar upp að nýju

Fimmtíu einstaklingar mega nú koma saman á viðburði og hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum miðast við 75% af heimiluðum hámarksfjölda. Grímuskylda er tekin upp aftur þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu og íþróttir með snertingu eru heimilar, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti.

Reglugerðin gildir til 8. desember 2021.

 

Frekari upplýsingar um nýjar takmarkanir

Fram kemur í reglugerð ráðherra, að almennar fjöldatakmarkanir verði 50 manns en með notkun hraðprófa verði heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi.

Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að mikil fjölgun smita innanlands með vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið, smitrakningu og sóttvarnahúsa sé meginástæða hertra takmarkana. Vegna ástandsins hefur orðið veruleg röskun á ýmissi þjónustu Landspítala og skortur er á starfsfólki. Þá sé starfsemi rakningateymis í uppnámi, sóttvarnahús að fyllast og hafi álag á Læknavaktina og  heilsugæsluna aukist vegna faraldursins.

Sóttvarnalæknir segi harðar sóttvarnaaðgerðir nauðsynlegar meðan unnið er að því að ná víðtæku ónæmi í samfélaginu með örvunarbólusetningum sem þegar eru hafnar. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.

Takmarkanir sem taka gildi á miðnætti (aðfaranótt 13. nóvember):

 

Skólastarf:

 

Ítarlegri upplýsingar í reglugerðum: