Fara á efnissvæði
30. júlí 2020

Hertari aðgerðir vegna COVID-19

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn COVID-19 og taka þær gildi á hádegi á morgun, föstudaginn 31. júlí.

Fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að 39 smit séu nú staðfest og séu það 10 smit sem hafi bæst við á milli daga. Nú eru 215 manns í sóttkví og munu fleiri bætast við. Af þeim sökum þurfi að herða aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn biðlaði á fundinum til íþróttahreyfingarinnar að öllum íþrótta­mót­um og keppn­um full­orðinna verði frestað í tíu daga eða þar til 10. ág­úst. Tak­mörk­un­in nær til allra iðkenda sem eru fædd­ir 2004 eða fyrr.

Yfirvöld munu fylgjast grannt með stöðu mála og meta árangur aðgerðanna.

Aðgerðirnar í hnotskurn:

 

Ítarlegri upplýsingar á vef Stjórnarráðs Íslands