Hinsegin börn og ungmenni í íþróttum
Samtökin ´78 bjóða öllum áhugasömum á kynningu á fræðsluefninu Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Um er að ræða þrjá bæklinga og tvö plaköt sem ætlað er að draga úr fordómum og fræða. Efnið er jafnt fyrir almenning sem starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Kynningin verður í sölum B og C í ráðstefnusölunum í Íþróttamiðstöðinni við Engjaveg 6 mánudaginn 28. október á milli klukkan 12:30-14:00.
Kynningarfundurinn verður tekinn upp svo hann verði aðgengilegur fleirum. Verið er að skoða möguleika á beinu streymi.
Meira um fræðsluefnið
Bæklingarnir þrír innihalda leiðbeiningar til þeirra sem bera ábyrgð á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hver bæklingur hefur eftirfarandi sérkenni:
- Stöðvum fordóma og mismunun.
- Sýnilegur stuðningur.
- Aðstaða og mót
Plakötin tvö eru:
- Fordómabygginguna: Sýnir hvernig fordómar leiða með stigvaxandi hætti til ofbeldis
- Vítahringur fordóma í íþróttum: hins vegar, sem tekur til þeirra aðstæðna sem geta leitt til brottfalls hinsegin barna og ungmenna úr skipulögðu starfi.
Efnið er afrakstur verkefnis sem mennta- og barnamálaráðuneytið leitaði til Samtakanna ‘78 um að vinna og er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks.
Hægt verður að nálgast bæklingana og plakötin á fundinum.
Endanleg dagskrá fundarins verður birt von bráðar.