Fara á efnissvæði
28. maí 2018

Hreyfivika UMFÍ hófst í dag!

Hreyfivika UMFÍ hófst í dag og er þetta sjöunda skiptið sem hún er haldin. Hreyfivikan stendur frá 28. maí til 3. júní.

Verkefnið er evrópsk lýðheilsuherferð margra landa undir nafninu Now We Move. Rannsóknir sýna að kyrrseta hefur aukist mikið og einungis 1/3 Evrópubúa hreyfir sig reglulega.

Markmiðið með Hreyfivikunni er að fjölga þeim sem hafa gaman af því að hreyfa sig reglulega.

Fjöldi viðburða eru sem fyrr í Hreyfivikunni um allt land. Nú þegar eru skráðir 157 viðburðir. Sumir þeirra voru skráðir fyrir löngu sem upphitun fyrir Hreyfivikuna en flestir eru þeir í Hreyfivikunni. Enn eru viðburðir að bætast við. 

 

Hvað er í boði?

Viðburðir í Hreyfivikunni eru af ýmsum stærðum og er margt í boði. Þeir geta verið allt frá stuttum göngutúrum, Hreyfiselfí eða stór viðburður. Svo er víða ókeypis í sund.

Á vefsíðunni www.hreyfivika.is er hægt að sjá hvaða viðburðir eru í boði á hverjum stað. 

Hér má svo sjá flotta viðburði í nokkrum sveitarfélögum og hjá sambandsaðilum UMFÍ:

 

Mosfellsbær

https://www.facebook.com/Heilsueflandi-Samf%C3%A9lag-Mosfellsb%C3%A6-1643170502636559/

 

Akranes, ÍA og Skipaskagi

https://www.facebook.com/Hreyfivika-%C3%A1-Akranesi-183411092186382/

 

Vopnafjörður

https://www.facebook.com/minhreyfing/

 

Heilsueflandi samfélag Bláskógabyggð

https://www.facebook.com/heilsueflandi/

 

HSÞ

https://www.facebook.com/heradssambandthingeyinga/

 

Heilsuleikskólinn Krókur

http://krokur.leikskolinn.is/Frettir/almennt/Move-weekHreyfivika/

 

Seyðisfjarðarkaupstaður

https://www.sfk.is/is/moya/page/hreyfivika-2018

https://www.facebook.com/seydisfjordur/