Fara á efnissvæði
15. október 2017

HSV hlýtur hvatningarverðlaun UMFÍ

Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ 2017 á 50. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Hallormsstað um helgina. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sagði áður en hann afhenti verðlaunin á þinginu að þau séu afhent HSV fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði.

Búðirnar sem hófu göngu sína árið 2009 hafa stækkað og eflst ár frá ári og þykja nú einstakar á landsvísu.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, tók við verðlaununum fyrir hönd HSV.

 

Vefsíða Íþróttafélagsins Vestra

Upplýsingar um körfuknattleiksbúðir Vestra