Fara á efnissvæði
29. ágúst 2022

Húllumhæ í Forsetahlaupi UMFÍ

Það verður heljarinnar húllumhæ í Forsetahlaupi UMFÍ á Álftanesi á laugardag. Ræst verður í hlaupinu við Álftaneslaug. Þar verður líf og fjör, leikjagarður á íþróttavellinum, grillpylsur í boði og allskonar skemmtilegheit fyrir alla þátttakendur.

Við erum búin að teikna upp kort af hlaupaleiðinni. Hún er á sléttu og góðu undirlagi. Eins og til að bæta á gleðina spáir Veðurstofan fínasta hlaupaveðri, 12 gráðum og andvara. Þetta er því fyrirtaksveður fyrir þá hlaupara sem vilja bæta tímann sinn í 5 km hlaupi!

 

Forsetahlaupið er opið fyrir alla sem hafa gaman af því að taka þátt í íþróttaviðburðum og er engin krafa um að viðkomandi þurfi að vera skráður í íþróttafélag.

Forsetahlaupið er stuttur viðburður sem stendur frá klukkan 10:00 laugardagsmorgun 3. september og væntanlega fram yfir hádegið. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 1 mílu, sem er um 1,6 kílómetrar á sléttu undirlagi. Hlaupið verður frá Álftaneslaug að Bessastöðum, snúið við og enda allir hlaupararnir aftur við laugina.

Þátttökugjald í Forsetahlaupinu er 1.000 krónur í Míluhlaupið og 2.000 krónur í 5 km hlaupið. Frítt er fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri. Allir frá þátttökuverðlaun að hlaupi loknu.

 

Skráning og ítarlegri upplýsingar er að finna á hlaup.is undir liðnum Forsetahlaupið

Þú getur líka smellt hér: Forsetahlaupið

Forsetahlaupið er líka á Facebook

 

Nánar um Forsetahlaupið

 

HVAR: Álftanes.

DAGSETNING: Laugardagur 3. september 2022.

HVENÆR: Upphitun hefst kl. 10:00. Míla hefst kl. 10:30 og 5km hlaup kl. 11:00. 

UMSJÓN: Hlaupahópar Stjörnunnar og hlaupahópur Álftanes.