Fara á efnissvæði
26. júlí 2023

Hvað á liðið að heita?

Margir þátttakendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn á Unglingalandsmóti UMFÍ. Búningarnir geta verið af ýmsum toga og nöfnin í takt við það. Hér skoðum við nokkra flotta búninga frá síðustu mótum.

Ballerínupils og lopapeysur

Það getur verið gaman að bregða sér frá íþróttafötunum og græja búning fyrir liðið. Náttföt, lopapeysur, ballerínupils eða sjóræningjabúningar.

Þægileg íþróttaföt

En þótt gaman er að klæða sig upp þá er alltaf hentugast að vera í þægilegum íþróttafötum á vellinum, sem ganga fyrir þær keppnisgreinar sem keppt er í hverju sinni. Hvort sem það eru síðbuxur eða stuttbuxur, langermabolur eða stutterma bolur, hnéháir sokkar eða ökklasokkar. Þótt gaman sé að lita vel út þá er enn mikilvægara að líða vel í íþróttafötunum.

Gerið það sem er skemmtilegt

Sú hefð hefur skapast að hópar taki sig saman og búi til lið með sérstökum liðsheitum. Leyfið ímyndunaraflinu að flakka. Spurningar sem hægt er að spyrja sig þegar hugsað er um nafn gætu verið: Hvað einkennir ykkur sem hóp? Hvað er uppáhalds liturinn ykkar? Hvað finnst ykkur fyndið og skemmtilegt?

Hér má sjá myndir af skemmtilegum búningaútfærslum í gegnum tíðina. 

Við skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ er hægt að velja nafn á lið. 

 

Hvað á liðið að heita?

Athugið að opið er fyrir skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ fram á miðnætti mánudagskvöldið 31. júlí næstkomandi. 

Allar upplýsingar og skráning eru hér