Fara á efnissvæði
23. júní 2023

Hvað varð um ukuleleið hennar Angeliku?

„Geturðu hjálpað mér að finna ukuleleið?‟ spyr Angelika frá Póllandi. Hún fékk far í Reykjavík með manni til Borgarness en þar skildu leiðir. Angelika hélt áleiðis á puttanum áfram til Suðureyrar en maðurinn ætlaði á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi um helgina.

Angelika lenti í því að setja dökka ukuleleið sitt aftarlega í bílinn og gleymdi því þar þegar hún tók farangurinn sinn þegar hún fór að húkka næsta bíl. Þeim bíl ók Björn Þorláksson blaðamaður, sem kannaðist við Landsmót UMFÍ 50+ og hafði samband.

Angelika biðlar til þess sem skutlaði henni í Borgarnes að kanna hvort ukuleleið leynist í bílnum.

Hljóðfærinu er hægt að koma til þjónustumiðstöðvar UMFÍ í íþróttamiðstöðinni og þaðan verður því komið til Suðureyrar.

Viðkomandi getur líka haft samband við Angeliku í síma 898 9811. Hún er líka með WhatsApp-númerið: +487 94226977.