Fara á efnissvæði
15. september 2023

Hvað veist þú um UMFÍ

Við hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ)  langar svo að kanna hvað sambandsaðilar UMFÍ og starfsfólks aðildarfélaga veit um starf UMFÍ og verkefnin og hvernig viðkomandi upplifir félagasamtökin. Með þessu viljum við geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu við sambandsaðila, aðildarfélögin og frábæra viðburði fyrir sem flesta.

Við gerðum sambærilega könnun vorið 2022. Nú er kominn tími til að skoða stöðuna á ný.

Það er æðislegt ef þú getur tekið þér nokkrar mínútur til þess að svara könnuninni sem hér fylgir. Við munum svo nýta niðurstöðurnar til að gera gott starf enn betra.

Það ætti ekki að taka lengri tíma en 4 mínútur.

Farið verður með niðurstöðurnar sem trúnaðarmál en þær eru ópersónugreinanlegar og verða eingöngu notaðar til að hjálpa okkur að gera þjónustu og starf UMFÍ enn betra.

 

Vinningar í boði!

Í lok könnunarinnar býðst þér að skrá þig í happdrættispott. Þegar könnuninni lýkur verða tveir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum sem hljóta 10.000 gjafabréf í Smáralind.

Smelltu hér til að taka þátt