Hvað vilt þú gera? Sendu inn umsögn um aðgerðir
Starfshópur um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldishegðun óskar eftir tillögum og umsögnum um aðgerðir, bætt vinnulag og jafnvel lagabreytingar sem hægt er að gera til að hindra kynferðislega áreitni og ofbeldishegðun sem bæði opinberir aðilar, stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfingin gætu tekið upp í starfi sínu.
Opið er fyrir umsagnir og ábendingar til 7. maí.
Í kjölfar #metoo yfirlýsinga íþróttakvenna hefur mennta- og menningarmálaráðherra skipað starfshóp til þess að gera tillögur um frekari aðgerðir vegna þessa. Starfshópnum er ætlað að skoða verkferla sem eru við lýði í íþróttastarfi og gera tillögur til úrbóta.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjórastjóri UMFÍ, er fulltrúi UMFÍ, í starfshópnum.
UMFÍ beinir því til sambandsaðila að þeir dreifi þessu áfram til aðildarfélaga sinna fljótlega svo málið fari sem víðast og að fleiri góðar tillögur skili sér til starfshópsins.
Ítarlegri upplýsingar: Samráðsgáttin