Fara á efnissvæði
17. september 2021

Hvaða félag hlýtur Hvatningarverðlaun UMFÍ?

Íþrótta- og ungmennafélög standa sig alltaf vel og endalaust hægt að hrósa og hampa starfi þeirra og sjálfboðaliðanna allra sem gera gott starf enn betra. En hvaða verkefnum skal hampa?

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir 52. sambandsþing UMFÍ sem fram fer á Húsavík dagana 15. – 17. október næstkomandi. Mörg mál eru þar á dagskrá. Eitt þeirra eru afhending Hvatningarverðlauna UMFÍ.

Sambandsaðilar hafa tækifæri til að vekja athygli á góðum verkefnum sem þeir telja eiga skilið að hljóta Hvatningarverðlaun UMFÍ.

Hægt er að senda inn tillögur á netfangið umfi@umfi.is. Með í skeytinu þarf að fylgja nafn á verkefni og sambandsaðila auk rökstuðning fyrir tillögunni. Frestur til að senda inn tillögur er frá og með fimmtudeginum 30. september.

 

Nokkur fyrri Hvatningarverðlaun:

2020: UÍA fyrir vel heppnað íþróttahús íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum.

2019: UMSK veitt verðlaun fyrir reiðskóla Hestamannafélagsins Harðar fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun.

USAH veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarf og verkefni fyrir eldri borgara.

HSH veitt verðlaun fyrir að stuðla að auknu samstarfi meðal aðildarfélaga og fyrir að ná vel til barna af erlendum uppruna.