Fara á efnissvæði
12. júní 2023

Hvaða hasar verður í gangi í Stykkishólmi?

Það verður nóg um að vera á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um Jónsmessuna. En hvað ætli gerist þar? Á mótinu í Borgarnesi í fyrra fóru tveir keppendur í göngufótbolta svolítið fram úr sér á vellinum og meiddust með þeim afleiðingum að þeir urðu að hætta leik þá hæst bar.

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Borgarnesi í fyrra. Þar var keppt í göngufótbolta sem eins og heitið gefur til kynna er aðeins í boði að ganga með boltann. Þrátt fyrir það meiddust tveir þátttakendur. Tvö lið öttu kappi og þegar aðeins örfáar mínútur voru liðna af geysilega spennandi leik tognaði Borgnesingurinn og ráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann þurfti að hverfa af velli, kæla meiðslin og sneri ekki aftur á völlinn. 

Skömmu eftir að blásið var til seinni hálfleiks féll andstæðingur Guðlaugs í grasið og var hann borinn af velli. 

Við vonum að þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ látið kappið ekki hlaupa með sig í gönur og að mótið verði stórslysalaust. 

Sjáumst í góðum leik í Stykkishólmi!

Þú getur merkt myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #ungmennafelagsandinn

 

 

Ertu búin/n að kynna þér hvað verður í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi?

Á meðal greina í boði eru:

Boccía, bridds, frjálsar íþróttir, golf, götuhlaup, hestaíþróttir, hjólreiðar, körfubolti 3:3, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund.

Að auki geta allir sem vilja spreytt sig í eftirfarandi: 

Badminton, hlaupaskotfimi (biathlon), borðtennis, frisbígolf, hádegisjóga, petanque, pílukast og fleira.

Tveir aðgangsmiðar eru í boði: Hvítt armband er fyrir 50 ára og eldri og gildir í allar greinar. Rautt armband er fyrir 18 og eldri og gildir það í tilteknar greinar

 

Allt um mótið á og viðburðina á því á www.umfi.is

Hér má sjá myndir frá fyrri mótum.