Hvar á að tjalda á Unglingalandsmóti?
Nú er heldur betur farið að stytttast í Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn á Hornafirði um verslunarmannahelgina.
Tjaldsvæði mótsgesta eru á frábærum stað á Höfn og stutt að fara á mótssvæðið. Upplagt er að skilja bílinn eftir og fara ýmist á tveimur jafnfljótum eða á hjóli.
Hér að neðan er mynd af Höfn og tjaldsvæðinu. Myndina birtum við með fyrirvara því alltaf getur eitthvað breyst. Auk þess er ekki búið að merkja inn á kortið svæði sambandsaðila UMFÍ og annarra þátttakenda. Mótsgestir fá skýrara kort af tjaldsvæðinu við afhendingu mótsgagna þegar þeir mæta á Höfn.
Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni. Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið.
Tjaldsvæðið opnar á hádegi fimmtudaginn 1. ágúst. Mótshaldarar minna tjaldsvæðagesti að vera með breyti- og millistykki til að tengjast rafmagninu.
Ertu búin/n að skrá þig á mótið? Frestur til að gera það er til miðnættis mánudagskvöldið 29. júlí.
Hægt er að smella hér að neðan, fræðast meira um mótið eða fara beint á skráningarsíðuna: