Fara á efnissvæði
09. febrúar 2023

Hvar verður Landsmót UMFÍ 50 sumarið 2024?

Landsmót UMFÍ 50+ er brakandi hresst mót sem haldið er árlega fyrir fólk yfir miðjum aldri. Mótið var haldið í Borgarnesi um Jónsmessuna í sumar og verður haldið í Stykkishólmi sumarið 2023.  En hvar verður það sumarið 2024? 

Heilmikil eftirspurn er eftir því að halda mótið enda gefst þar frábært tækifæri fyrir mótshaldara til að vekja athygli á lýðheilsu og möguleikunum í sveitarfélagi sínu.

Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og alla eldri. Stundum er líka opið í einstaka greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Ekki er krafa um að þátttakendur eru skráðir í ungmenna- eða íþróttafélag til að taka þátt í mótinu. 

Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar kemur að umsóknarferli og úthlutun mótsstaðar. Allar upplýsingar má finna á hlekkjunum sem hér fylgja með.

 

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Umsóknareyðublað og ítarlegar upplýsingar um kröfur fyrir mótshaldara má nálgast hér:

 

Upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+

Reglugerð um Landsmót 50+

Umsóknareyðublað

Vinnureglur um val á mótsstað

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

Hér má sjá auglýsingu fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Stykkishólmi um Jónsmessuna 2023.