11. maí 2018
Hver er þín skoðun?
UMFÍ í samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) standa fyrir umræðupartýi miðvikudaginn 16. maí kl. 13:00 - 15:00 í félagsheimilinu Logalandi, Borgarbyggð.
Markmið viðburðarins er að veita ungu fólki tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri við stjórnendur innan samfélagsins.
Ungt fólk á aldrinum 13 - 25 ára er sérstaklega hvatt til þess að mæta og deila sínum skoðunum. Stjórnendur innan sveitarfélaga eru jafnframt hvattir til að taka þátt og heyra hvað ungt fólk hefur að segja.
UMFÍ styrkir ferðakostnað fyrir þátttakendur. Skráningafrestur er til 15. maí 2018.
Skráning og nánari upplýsingar á umfi.is