Fara á efnissvæði
14. september 2021

Hvernig eiga félagasamtök að bregðast við krísu?

Hvernig eiga frjáls félagasamtök að bregðast við þegar krísa kemur upp? Hvert er hlutverk stjórna og starfsmanna þeirra?

Jeannie Fox, kennari við Hamlin-háskóli í Minnesota í Bandaríkjunum fjallar um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna í hádegisfyrirlestri fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Fyrirlesturinn verður á Zoom og er öllum opinn.

Í fyrirlestrinum mun Fox ræða um nýlegt dæmi frá Bandaríkjunum um viðbrögð félagasamtaka við krísuástandi.

Fyrirlesturinn er á vegum Vaxandi – Miðstöð um samfélagslega nýsköpun, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands. 

UMFÍ er einn af stofnaðilum Almannaheilla.

 

Ítarlegri upplýsingar um fyrirlesturinn