Fara á efnissvæði
27. mars 2023

Hvernig tekur félagið þitt á móti börnum af erlendum uppruna?

Næstkomandi miðvikudag fer fram námskeið um inngildingu og fjölmenningu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einnig fjallað um ávinninginn af því að vera með inngildandi félag og starfsemi með börnum og ungmennum, áskoranir og hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku jaðarsetta barna og ungmenna og hvað þú getur gert til þess að félagið þitt sé opið, aðgengilegt og inngildandi.

Kennari námskeiðsins er Sema Erla Serdaroglu. 

Námskeiðið hefst kl. 18.30 og fer fram í sal Skátanna í Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Aðgangur er frír og námskeiðið er opið öllum.
Athugið að það þarf að skrá sig fyrirfram hér. 


Verkfærakista Æskulýðsvettvangsins

Á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins er að finna hagnýta verkfærakistu um fjölmenningu og inngildingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meðal efnis í kistunni er að finna hugtakasafn. Stefnu um inngildingu og fjölmenningu. Viðbrögð við fordómum og mismunun. Gátlista fyrir inngildingu og upplýsingar um námskeið og vinnustofur. 
UMFÍ hvetur sambandsaðila til þess að kynna sér efnið og nýta það í sínu góða starfi.