Hvernig þjónustmiðstöð UMFÍ vilt þú?
Eins og fram hefur komið seldi UMFÍ núverandi húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar til ÖBÍ undir lok febrúar. UMFÍ hefur samið um að vera í húsnæðinu fram á haust og er verið að skoða ýmsa möguleika um það hvar ný þjónustumiðstöð verður staðsett í framtíðinni.
Við leitum til þín eftir hugmyndum um nýja þjónustumiðstöð og spyrjum: hvernig á nýja þjónustumiðstöðin að vera? Hvernig nýtist hún best sambandsaðilum um allt land og hvað telja sambandsaðilar og forsvarsfólk aðildarfélaga þeirra að hægt verði að nýta í nýrri þjónustumiðstöð?
Hvernig upplifun viltu í þjónustumiðstöðinni?
Hvaða þjónustu óskarðu eftir?
Nú gefst þér kærkomið tækifæri til að koma skoðunum þínum á framfæri. Vertu með og settu mark þitt á nýja þjónustumiðstöð UMFÍ.
Hugmyndir sendast á umfi@umfi.is fyrir 21. mars. 2022