10. apríl 2018
Iða Marsibil endurkjörinn formaður

Iða Marsibil Jónsdóttir var endurkjörinn formaður á 39. Héraðsþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka sem haldið var 4. apríl síðastliðinn í Félagsheimili Patreksfjarðar.
Að sögn Iðu gekk þingið vel fyrir sig.
Í viðbót við venjuleg þingstörf voru íþróttamönnum ársins veitt verðlaun.
Þau eru:
Andrea Björk Guðlaugsdóttir - sundmaður ársins 2017
Elísa Margrét Marteinsdóttir - körfuknattleiksmaður ársins 2017
Björg Sæmundsdóttir - Golfmaður ársins 2017
Eggert Þorsteinsson - knattspyrnumaður ársins 2017
Halldór Jökull Ólafsson - frjálsíþróttamaður ársins 2017
Jafnframt var Halldór Jökull útnefndur íþróttamaður ársins 2017.