Fara á efnissvæði
15. mars 2020

Íris Grönfeldt sæmd Gullmerki UMFÍ

Íris Grönfeldt var sæmd Gullmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) í síðustu viku. Íris er vel að Gullmerkinu komin eftir ómetanlegt starf sem sjálfboðaliði fyrir frjálsar íþróttir í áranna rás.

Það var Hallbera Eiríksdóttir, sem situr í stjórn UMFÍ, sem afhenti Írisi Gullmerkið.

Auk þess heiðraði Hallbera þá Brynjólf Guðmundsson og Ingva Árnason fyrir góð störf þeirra.

Fram kemur á vefsíðu UMSB að þingstörf gengu vel fyrir sig og voru þingfulltrúar ánægðir að sjá að rekstur UMSB er sterkur. Mikilvægt sé að viðhalda áfram góðum rekstri sambandsins.

Sveitarfélögum á svæði UMSB var sérstaklega þakkað fyrir dýrmætan stuðning og gott samstarf á liðnu ári en þeirra stuðningur gerir UMSB kleift að halda úti öflugu starfi, samfélaginu öllu til heilla. Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið í sumar í Borgarnesi og verður mikil þörf á öflugum sjálfboðaliðum til tengslum við þann viðburð.

Á þinginu var jafnframt kosið í nýja stjórn UMSB. Bragi Þór Svavarsson er sem fyrr sambandsstóri, Sigríður Bjarnadóttir er gjaldkeri og Guðrún Þórðardóttir varasambandsstjóri, Borgar Páll Bragason er vara varasambandsstjóri, Bjarni Traustason er ritari, Rakel Guðjónsdóttir er meðstjórnandi, Ástríður Guðmundsdóttir er vara ritari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er varagjaldkeri.

 

Hér má sjá fleiri myndir af þinginu.