Fara á efnissvæði
18. mars 2025

Ísafjarðarbær tekur upp frístundastyrki

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ. Allt skipulagt íþrótta-, lista- eða tómstundastarf sem fer fram undir leiðsögn þjálfara, kennara eða leiðbeinanda sem er 18 ára og eldri er styrkhæft.

Í samþykkt bæjarráðs segir að markmið styrksins sé að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. En einnig að hvetja til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.“

Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári. Fyrirhugað er að styrkurinn verði greiddur beint til þeirra félaga sem standa fyrir frístundastarfi og að hægt verði að ráðstafa honum hvenær sem er á árinu, óháð fjölda greina eða námskeiða.

Ítarlegar um frístundastyrkinn á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.